top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Iris variegata - Trúðaíris



Trúðaíris skartar skrautlegum blómum eins og margar skeggírisir gera og eru mörg garðaafbrigði afkomendur hennar. Innri blómhlífarblöðin eru gul og þau ytri kremhvít með gulu skeggi og dökku æðaneti sem er brúnt og fjólublátt. Skeggírisir eiga það flestar sameiginlegt að þurfa mjög gott frárennsli. Gróðursetja þarf jarðstönglana grunnt, rétt undir moldaryfirborðið og það er mikilvægt að moldin sé ekki of blaut og klesst því þá fúna jarðstönglarnir. Þær vilja næga næringu og góðan skammt af sól. Trúðaírisin var því miður afskaplega treg til að blómstra, sem er synd því hún er sérstaklega falleg í blóma. Það er óvíst hvort hún lifði flutninginn af.

34 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page