Anemone multifida 'Major' - Mjólkursnotra

'Major' er sort af mjólkursnotru sem er allrar eftirtektar verð. Hún er stórgerðari en tegundin að öllu leiti. Blómin eru a.m.k. tvöfalt stærri, rjómahvít með fjólublárri slikju á neðra borði. Hún hefur reynst harðgerð og lifir enn úti í garði á sama stað og tegundin gaf upp öndina.
Þessi planta sem ég á kom upp af fræi fyrir allmörgum árum.
32 Views