top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Gentiana dinarica - Glæsivöndur


Glæsivöndur hefur lifað hjá mér í mörg ár, en hann hefur ekki blómstrað í eins mörg ár. Mér hefur ekki enn tekist að átta mig á því hvað veldur þegar hann lætur svo vel að blómstra. Þegar það gerist þá fyrirgefst honum svoldið nískan á blómin, því hann er stórkostlega fallegur á meðan hann stendur í blóma. Hann þarf sól, vel framræstan, kalkríkan jarðveg. Ég hef þó ekki verið dugleg með kalkið, kannski hefur skortur á blómum eitthvað með það að gera.

42 Views
Rannveig
Rannveig
fyrir 3 dögum

Það er svo langt síðan ég eignaðist hann að ég man ekki hvar ég keypti hann, en ég er nokkuð viss um að ég ræktaði hann ekki af fræi. Finnst líklegt að hann fáist í einhverri af gróðrarstöðvunum. Finnst jafnvel að ég hafi séð hann í Borg í fyrrasumar. Dýragras er dásamlega fallegt.

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page