top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Sedum telephium ssp. fabaria

Sumarhnoðri



Sumarhnoðri tilheyrir hópi hnoðra sem skipað hefur verið í sér ættkvísl af sumum grasafræðingum, ættkvíslina Hylotelephium. Það virðist þó ekki vera eining um þennan klofning frá Sedum ættkvíslinni, svo ég held honum hér með hnoðrunum, enn um sinn a.m.k. Þetta er lágvaxin planta með uppréttum stönglum sem geta náð ca. 20-30 cm hæð. Laufið er grágrænt og blómin purpurarauð. Hann er þokkalega harðgerður, en er þó ekki hrifinn af mikilli vetrarbleytu og getur farið illa ef vatn rennur ekki nægilega vel frá honum. Hann vex í hálfskugga hjá mér og blómstrar árvisst, en kann örugglega best við sig á sólbökuðum stað í sendnum, vel framræstum jarðvegi.

22 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page