top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Eryngium alpinum - Alpaþyrnir



Alpaþyrnir er stórglæsilegur í blóma og dregur að sér athygli langt að. Bikarblöðin eru aðalskraut plöntunnar, þau eru græn í fyrstu en blána svo með tímanum. Hægt er að þurrka blómskipunina í blómaskreytingar. Alpaþyrnir er auðræktaður og gerir engar sérstakar jarðvegskröfur. Hann er mjög harðgerður og þarf ekki stuðning. Hann þarf þó sól part úr degi.

Það er auðvelt að fjölga honum með rótarbútum. Ég færði minn úr stað og þar sem hann hafði staðið komu upp allnokkrar plöntur upp af rótarbútum sem höfðu orðið eftir.

265 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page