top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Heucherella 'Tapestry'




Heucherella er nýleg ættkvísl sem varð til með víxlun tveggja ættkvísla, Heuchera, roðablóma og Tiarella, löðurblóma. Báðar ættkvíslir tilheyra steinbrjótsætt, Saxifragaceae, og eiga heimkynni í N-Ameríku. Blendingarnir sameina fjölbreyttan lauflit roðablóma og hjartalaga lauf og blómfegurð löðurblóma, en líkjast roðablómunum þó meira.

'Tapestry' er falleg sort með bleikum blómum sem eru töluvert stærri en blóm roðablóma. Laufið er grænt með vínrauðu æðamynstri. Ég keypti plöntuna í fyrra sumar og plantaði henni við lækinn. Hún var nógu stór til að taka af henni anga til að geyma í gróðurhúsinu til vara. Vonandi verða báðar lifandi í vor.

26 Views
Rannveig
Rannveig
Jun 09

Plantan úti lifði veturinn af! 👍💕

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page