Geranium macrorrhizum 'Bevan's Variety' - Ilmgresi

'Bevan's Variety' er yrki af ilmgresi með purpurarauðum blómum. Það er gróskumikið og myndar fljótt stóran brúsk, svo ætla þarf gott rými fyrir það. Það hefur reynst harðgert og skuggþolið og hefur vaxið í allri mold sem ég hef gróðursett það í. Laufið ilmar mikið og er nafnið dregið af því. Fínt inn á milli trjáa.
75 Views