top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Anticlea elegans


Mjallarkirtill




Mjallarkirtill er falleg fjölær laukplanta sem virðist nokkuð harðgerð. Hann tilheyrði áður ættkvíslinni Zigadenus, en allar tegundir þeirrar ættkvíslar, fyrir utan eina, hafa verið fluttar í ættkvíslina Anticlea. Öll plantan er eitruð og heitir á ensku því óaðlaðandi nafni "mountain death camas". Nafnið er dregið af því að laukarnir líkjast matlaukum og laukum indíánalilju, Camassia, en eru mjög eitraðir og drógu marga landnema í vesturríkjum Bandaríkjanna til dauða þegar þeir voru teknir í misgripum fyrir æta lauka. Laufið er einnig eitrað og getur dregið búfénað til dauða, en það líkist mjög grasi. Hann vex best í sól í vel framræstum, sendnum, rökum jarðvegi sem má vera kalkríkur. Hefur lifað hjá mér síðan 2017 og blómstrar á hverju ári frá síðari hluta júlí fram í ágúst.


21 View

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page