Scabiosa ochroleuca 'Moon Dance'
Fölvakarfa

'Moon Dance' er afbrigði af fölvakörfu, sem blómstrar fölgulum blómum eins og tegundin, en er töluvert lágvaxnari. Þessi er ný og hefur enn ekki verið vetur úti í beði, svo það á eftir að koma í ljós í vor hvernig plönturnar koma undan vetri. Hún á að kunna best við sig í sól og vel framræstum jarðvegi.
10 Views