top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Edraianthus pumilio - Dvergbikar


Ég er með veikan blett fyrir svona þúfumyndandi fjallaplöntum með blóm sem rétt ná upp úr laufinu. Dvergbikar er einn af þeim. Við góðskilyrði verður hann þakinn fjólubláum klukkublómum í kringum mánaðarmótin júní-júlí. Hann þarf mjög gott frárennsli og hér fyrir sunnan þar sem rignir fram úr hófi yfir vetrarmánuðina á hann besta möguleika á að dafna í góðum halla þar sem vatn rennur vel frá. Mér hefur reynst vel að rækta fjallaplönturnar í grófum sandi sem er um 20-30% mold. Yfirborðið má svo gjarnan vera fín möl. Þessi þarf að sjálfsögðu sólríkan stað.

38 Views
Rannveig
Rannveig
fyrir 4 dögum

Gæti alveg verið. Mín reynsla er sú að þessar fjallaplöntur sem kunna illa við vetrarbleytu eiga besta möguleika á að þrífast hérna fyrir sunnan í góðum halla. Hann drapst hjá mér, enda var hann á jafnsléttu í upphækuðu beði, en hann lifði þó í nokkur ár. Ævintýralega fallegur í blóma.

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page