Aquilegia flabellata var. pumila f. kurilensis 'Rosea'

Lágvaxinn blævatnsberi með rosalega langt nafn .... afhverju hann heitir 'Rosea' veit ég ekki því blómin eru fjólublá og gul. Hann blómstraði bara einu sinni og drapst svo - aftur vegna sólarskorts. Það virðist vera algengt vandamál í mínum görðum. Er með hann í uppeldi aftur og vonandi gengur betur í þetta sinn. Hann var ræktaður af fræi frá Thompson & Morgan.
42 Views
Nýju plönturnar dafna vel. Ég gróðursetti þær á vikurblandaða mold í beð sem fær töluverða sól. Þær blómstruðu vel í sumar. Ég virðist þó ekki hafa tekið neina mynd af þeim í sumar, en hér er ein frá 2018.