Lychnis viscaria 'Purpurea' - Límberi

Límberi 'Purpurea' er með purpurarauðum blómum í heldur stærri klösum en á tegundinni, en er að öðru leiti mjög svipaður henni. Hann þarf sömu skilyrði, sól og vel framræstan jarðveg. Hann verður ekki mjög langlífur, en lifði þó lengur hjá mér en tegundin. Mjög falleg steinhæðaplanta.
32 Views