top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Lamium maculatum 'Silfra' - Dílatvítönn


ree

'Silfra' er sjálfsáður blendingur sem ég fann í garðinum í fyrra sumar. Hún er með áberandi hvítsilfruðu laufi, með örmjórri grænni bryddingu. Lögunin á laufinu er heldur kringuleitara en á dílatvítönninni, minnir svolítið á ljósatvítönn. Ég beið því spennt að sjá hvort blómliturinn yrði hvítur, en hann varð purpurarauður eins og á dílatvítönn. Blómin eru heldur stærri og með hvítu mynstri á neðri vörinni. Plantan er enn svo ung að það á eftir að koma í ljós hversu stór hún verður. Enn sem komið er er hún nokkuð jarðlæg, blómstöngullinn var skástæður en ekki uppréttur. Þessi lofar góðu.

45 Views

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page