top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Lamium maculatum 'Silfra' - Dílatvítönn



'Silfra' er sjálfsáður blendingur sem ég fann í garðinum í fyrra sumar. Hún er með áberandi hvítsilfruðu laufi, með örmjórri grænni bryddingu. Lögunin á laufinu er heldur kringuleitara en á dílatvítönninni, minnir svolítið á ljósatvítönn. Ég beið því spennt að sjá hvort blómliturinn yrði hvítur, en hann varð purpurarauður eins og á dílatvítönn. Blómin eru heldur stærri og með hvítu mynstri á neðri vörinni. Plantan er enn svo ung að það á eftir að koma í ljós hversu stór hún verður. Enn sem komið er er hún nokkuð jarðlæg, blómstöngullinn var skástæður en ekki uppréttur. Þessi lofar góðu.

45 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page