top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Jasione laevis 'Blaulicht' - Blákollur



'Blaulicht' er sort af blákolli með bláum blómkollum. Blómin eru e.t.v. blárri en á tegundinni, en það er ekki mikill sjáanlegur munur. Ég ræktaði tegundina fyrir mörgum árum og hún lifði ekki veturinn, en þessi er á sínu öðru sumri og virðist þrífast vel. Það á eftir að koma í ljós hversu langlífur hann verður. Blákollur þarf sólríkan stað og vel framræstan jarðveg, helst í súrari kantinum, en hann virðist vaxa ágætlega í venjulegri, vikurblandaðri moltumold hjá mér.

23 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page