top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Polemonium carneum - Aronsstigi



Aronsstigi er að mínu mati ein fallegasta tegund ættkvíslarinnar. Hann er ekki eins beinvaxinn og jakobsstigi, heldur verður þéttur brúskur um 30-40 cm á hæð sem verður algjörlega þakinn blómum. Þau eru kremgul þegar þau springa út, en roðna með aldrinum og verða fölbleik. Þau eru heldur stærri en á jakobsstiga. Nokkuð harðgerður og gerir engar sérstakar kröfur, vex í allri góðri garðmold í sól eða hálfskugga. Því miður tapaði ég mínum í flutningnum, hann hefur orðið undir í samkeppninni við skriðsóleyna.

57 Views
Rannveig
Rannveig
í fyrradag

Algjört djásn - sá að það er til fræ af honum hjá Jelitto, er að hugsa um að panta í haust :) Þarf nauðsynlega að eignast hann aftur.

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page