top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Astilbe japonica 'Rheinland' - Japansblóm




'Rheinland' er virkilega fallegt yrki af japansblómi með sterkbleikum blómum.

Ég hef staðið í þeirri meiningu frá því ég eignaðist það að það væri yrki af musterisblómi (A. x arendsii), en heimildum á netinu virðist bera saman um að það sé japansblóm. Það hefur reynst ágætlega harðgert og hefur lifað í mörg ár, en það blómstrar sjaldan. Það er því líkara musterisblómunum að því leiti, hin tvö yrkin af japansblómi voru öruggari með blómgun í gamla garðinum. Ekkert af þeim hefur blómstrað eftir flutning, en ég bind vonir við að það gerist eitthvað í sumar.

Einu myndirnar sem ég á af 'Rheinland' í blóma eru frá 2009. Þá blómstraði það seint, eftir miðjan ágúst. En fallegt var það.

28 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page