top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Centaurea dealbata - Silfurkornblóm




Silfurkornblóm er hávaxin planta sem myndar breiðan brúsk af fjaðurskiptu laufi sem er silfrað á neðra borði. Blómin eru purpurableik og ná ekki hátt upp úr blaðbrúskinum. Það þarf góðan stuðning, annars leggst allur brúskurinn út af. Það vex best á sólríkum stað í vel framræstum, frekar rýrum jarðvegi. Það er mjög þurrkþolið, en þolir illa blautan jarðveg. Það þarf góð skilyrði til að ná að blómstra, það blómstrar seint í ágúst og fram í september. Það blómstraði ekkert kalda og blauta sumarið 2018.

40 Views
maggahauks
maggahauks
í fyrradag

Mjög fallegt blóm. Svona planta mundi þrífast vel hjá mér🥰

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page