Trollius pumilus
Dvergagullhnappur

Dvergagullhnappur er smávaxin tegund með einföldum, gulum blómum. Laufið er mjög smágert og hann verður varla hærri en 20 cm, yfirleitt nær 15 cm. Ég hef átt hann í rúm fimm ár og hann hefur reynst svolítið vangæfur. Ég hélt á tímabili að hann væri horfinn, en hann blómstraði einu blómi í sumar. Mögulega er staðurinn sem ég valdi honum of þurr, en hann þarf nokkuð jafnrakan jarðveg í sól.
7 Views