top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Geranium maculatum 'Elizabeth Ann' - Sveipablágresi


'Elizabeth Ann' er fallegt yrki af sveipablágresi með koparrauðu laufi og lillableikum blómum. Ég hef átt það í þrjú ár og það stækkar stöðugt, en er ekki orðið mikið um sig enn. Það vex best í næringarríkum jarðvegi sem inniheldur hátt hlutfall af lífrænum efnum, eins og finnst í laufskógum. Það er því æskilegt að blanda moldina með góðum slatta af moltu. Sveipablágresi þolir smá skugga part úr degi, en þarf að fá einhverja sól. Skemmtilega öðruvísi planta.

37 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page