top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Paeonia officinalis 'Rubra Plena' - Bóndarós



'Rubra Plena' er yrki af bóndarós með rauðbleikum, fylltum blómum sem hefur verið í ræktun hér í áratugi. Myndin er tekin í garði foreldra minna, ég hef ekki orðið svo fræg enn að eignast bóndarós. Þær eru ágætlega harðgerðar, en þurfa frjósama mold og sólríkan stað til að dafna vel og blómstra. Þeim er illa við rask, svo það er betra að vera ekki að færa þær til. Það tekur þær nokkurn tíma að búa um sig og fara að blómstra eftir að þær eru gróðursettar.

189 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page