top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Lamium maculatum 'Mojito' - Dílatvítönn



Það er kannski komið nóg af mismunandi tilbrigðum af dílatvítönn, en mínar eru enn iðnar við kolann og ég fann þessa í vor. Laufið er áberandi límónu-myntugrænt, ekki eins hvítsilfrað og 'Eva', 'Beacon Silver' og 'Silfra'. Ég ákvað að ganga út frá lauflitnum við nafngiftina og nefni hana 'Mojito'. Blómin eru einhverskonar millistig milli bleiks og purpurarauðs, einhverskonar fjólubleikur, svolítið eins og bláberjarjómi. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún heldur þessum sérstaka lauflit næsta sumar. Ég reikna fastlega með að hún verði harðgerð eins og systurnar.

32 Views
maggahauks
maggahauks
í fyrradag

Flott þessi, ég þarf að prófa mojito næsta vor 😉

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page