top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Erythranthe guttata - Apablóm



Apablóm hafði áður fræðiheitið Mimulus guttatus og tilheyrði grímublómaætt. En það hafa verið miklar breytingar á þeirri ætt sérstaklega og nú tilheyrir það ættinni Phrymaceae og hefur verið fært í nýja ættkvísl, Erythranthe.

Ég ræktaði apablóm af fræi fyrir nokkrum árum og það lifði ekki. En það vex sem slæðingur á nokkrum stöðum hér á landi, m.a. við Lækinn í Hafnarfirði. Ég náði mér í plöntu þangað og hún lifir góðu lífi, enda er jarðvegurinn í þessum garði mjög rakaheldinn. Apablóm kýs rakan jarðveg og vex helst á lækjarbökkum eða í mýrlendi í heimkynnum sínum, í sól eða hálfskugga.

89 Views
maggahauks
maggahauks
09 juin

Ég åtti apablóm í mörg ár. Það var bæði gult með dökkrauðum dröfnum og lika dumbrautt með gulu. Það stóð sig vel og fjölgaði sér með sjálfsáningu.

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page