top of page

Rósir

Public·1 member

Rósin 'Ristinummi'

Þyrni og ígulrósablendingur



'Ristinummi' er finnsk fundrós sem fannst við járnbrautarteina í grennd við lestarstöðina Ristinummi í Järvenpää í Finnlandi. Hún er talin vera blendingur þyrnirósar og ígulrósar. Henni svipar meira til ígulrósa í útliti, blómin eru mjög stór og laufið er líka stórgert, en þó ekki eins hrjúft eins og lauf ígulrósa. Blómin eru einföld, fölbleik með kremhvítri miðju og ilma nokkuð mikið. Hún getur þroskað rauðbrúnar nýpur sem minna meira á nýpur þyrnirósa, þó þær séu stærri. Fái hún haustliti eru þeir rauðleitir. Mín reynsla af þessari rós er sú að hún er mjög kröftug og harðgerð. Hún kól reyndar nokkuð síðastliðinn vetur því hún stendur í brekku sem vísar í NV og norðanáttin beit ansi fast í vetur. Í mildari vetrum kelur hún lítið sem ekkert. Þetta er mjög falleg rós, en hún er plássfrek. Hún verður yfir 1,5 m á hæð og ekki minna á brei…


7 Views

Rósin 'Lac Majeau'

Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)



'Lac Majeau' er kanadískur ígulrósarblendingur, ræktaður af Georges Bugnet, fyrir 1981. Hún er afkvæmi tveggja Bugnet rósa, 'Martha Bugnet' og 'Betty Bugnet'. Hún blómstrar hvítum, hálffylltum, ilmandi blómum. Hún er þokkalega harðgerð, en hefur þó kalið svolítið hjá mér þar sem hún er ekki í fullkomnu skjóli fyrir norðanáttinni.


Hvernig hefur hún gefist hjá ykkur?


8 Views

Rósin 'Brenda Colvin'

Flækjurós (Rambler)



'Brenda Colvin' er ensk flækjurós sem er fræplanta af flækjurósinni 'Kiftsgate' (Rosa filipe). Hún blómstrar smáum, hálffylltum, fölbleikum blómum. Þetta er mjög kröftug og hraðvaxta klifurrós, sem lét þetta kalda og dimma sumar hér fyrir sunnan merkilega lítið á sig fá. Árssprotarnir eru yfir 50 cm á lengd og hún náði að blómstra tveimur blómklösum. Samkvæmt erlendum harðgerðiskvörðum ætti hún ekki að þrífast hér, en þó að frostþolið sé kannski ekki mikið, þá kom hún vel undan erfiðum vetri og virðist komast af með ansi lágan sumarhita. Það verður áhugavert að sjá hvað hún gerir ef það kemur almennilegt sumar einhverntíma.


Hver er ykkar reynsla af þessari fallegu rós?

6 Views

Rósin 'Tertin Kartano'

Bjarmarós (Alba)



'Tertin Kartano' er finnsk fundrós sem fannst hjá herragarðinum Tertin Kartano í finnska vatnahéraðinu. Hún hefur verið greind sem 'Maiden's Blush', en sú greining er ekki óumdeild. Við fyrstu kynni finnst mér hún a.m.k. ekki vera eins og mín 'Maiden's Blush'. Laufið er ljósgrænt og blómin fyllt, fölbleik, mikið ilmandi. Ég keypti hana í Nátthaga og skv. Ólafi Sturlu virðist hún vera nokkuð harðgerð. Það verður áhugavert að sjá hvernig hún á eftir að þrífast hjá mér.


Hafið þið reynslu af þessari rós?

10 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page