top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa 'Olkkala'

Gallica rós



'Olkkala' er gallica rós af óþekktum uppruna sem fannst í S-Finnlandi þar sem hún óx í miklu runnaþykkni við yfirgefna járnbrautarteina nálægt Olkkala sveitasetri í Vihti. Genarannsóknir sýna að hún er náskyld skáldarósinni, 'Splendens', en er jafnvel kröftugri en hún. (Heimild: Historic roses in Finland, Pirjo Rautio, By Any Other Name, bls. 15). Hún þroskar rauðar nýpur í Finnlandi og fær fallega gula haustliti, en ég þekki ekki hvernig það er hér á landi, þar sem ég þekki þessa rós ekki af eigin raun. Kristleifur heitinn Guðbjörnsson skrifaði 2009:

"Finnsk Skáldarós. Vex vel, verður sennilega um 2 m á hæð. Ilmar vel, blómstrar í júlí. H.2.Ísl."
5 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page