top of page

Rósir

Public·1 member

Rósin 'J. P. Connell'

Nútíma runnarós (Modern Shrub) - Explorer serían



J. P. Connell er nútíma runnarós úr kanadísku Explorer-seríunni, ræktuð af Felicitas Svejda árið 1973. Þetta er eina rósin í seríunni sem ekki er nefnd eftir kanadískum landkönnuði, heldur var J. P. Connell aðstoðar landbúnaðarráðherra Kanada á níunda áratug síðustu aldar. Hún ein af Explorer rósunum sem myndu flokkast til beðrósa. Blómin ilma lítið, þau eru fyllt og opnast fölgul en fölna svo og verða nánast hvít. Hún er mjög harðgerð, en þarf þó sólríkan, skjólsælan vaxtarstað til að þrífast vel. Blómin eru svolítið viðkvæm fyrir rigningu, svo hún verður fallegust þegar sólin skín. Hún stóð sig ótrúlega vel sumarið 2021, sem var með verri sumrum hér á suðvestur horninu sem ég man eftir. Hún kom mjög vel undan vetri og skar sig mjög úr frá öðrum rósum í rósabeðinu hvað það varðar og var þakin knúppum. Fyrri myndin er tekin sumarið 2008 sem var með eindæmum sólríkt og hlýtt og sú seinni núna í sumar. Blómin á myndum frá hlýrru sumrum s.s. 2008 og 2009 eru mun gulari en á myndum teknum eftir 2013, svo þau virðast vera hvítari í svalara veðri.



9 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page