top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa villosa 'Hurdal'

Hurdalsrós


Hurdalsrós, Rosa villosa 'Hurdal, Hurdalsrosen, pink rose shrub
Hurdalsrós í garði Kristleifs Guðbjörnssonar í júlí 2009.

Hurdalsrósin er stórvaxin rós af óþekktum uppruna, sem óx í Hurdalnum í Noregi. Hún er talin hafa borist þaðan frá Giessen í S-Þýskalandi. Upphaflega var hún talin vera bjarmarós (alba), en nú er talið líklegra að hún sé blendingur af silkirós (lórós), Rosa villosa. Þessi rós hefur reynst nokkuð harðgerð hér, hún getur náð 2,5 m á hæð og þarf ekki stuðning. Hún þolir skugga hluta úr degi, og vex best í frjóum, lífefnaríkum, vel framræstum jarðvegi sem er hæfilega rakur. Þessi rós óx og dafnaði vel í gamla garðinum mínum. Ég er með rós í þeim nýja líka, hún hefur vaxið vel, en einhverra hluta vegna hafa knúpparnir dottið af áður en þeir ná að springa út, svo blómgunin hefur alltaf farið forgörðum. Ég veit ekki hvað veldur, mig grunar að það hafi eitthvað með jarðveginn að gera þar sem hún vex.

51 View

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page