top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa pimpinellifolia 'Stanwell Perpetual'

Þyrnirósarblendingur (Hybrid Spinosissima)



'Stanwell Perpetual' er yfirleitt flokkuð sem þyrnirósarblendingur, þó ætterni hennar sé ekki að fullu þekkt. Annað foreldrið var síblómstrandi damaskrósin 'Quatre Saisons' ('Four Seasons'), en frjógjafinn er ekki þekktur, þó talið sé að þar hafi komið að einhver þyrnirós. Hún erfði þann eiginleika frá 'Quatre Saisons' að vera lotublómstrandi og var lengi vel eini þyrnirósarblendingurinn sem var þeim eiginleikum gæddur. Flestir nýlegir lotublómstrandi þyrnirósarblendingar eiga ættir að rekja til þessarar rósar. Blómin eru þéttfyllt, opnast bleik en liturinn fölnar og verður nánast hvítur. Laufið vill verða rauðflekkótt þegar það eldist, en það er henni eðlilegt og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hún er þokkalega harðgerð, en þarf þó nokkuð gott skjól. Hún hefur átt erfitt uppdráttar hjá mér eftir að ég flutti og blómstraði í fyrst sinn eftir flutning (2013) sumarið 2020. Hún hefur kalið töluvert, en ég er að vona að hún fari að ná sér á strik á þeim stað sem hún er komin á núna.

5 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page