top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa pimpinellifolia 'Kakwa'

Þyrnirósarblendingur (Hybrid Spinosissima)



'Kakwa' er kanadískur þyrnirósarblendingur ræktaður af John Alexander Wallace fyrir 1973. Hún kom upp af fræi af þyrnirós (Rosa pimpinellifolia var. hispida), en frjógjafinn var óþekktur. Hún blómstrar mikið ilmandi, fylltum, kremhvítum blómum, sem eru því miður viðkvæm fyrir rigningu. Ég hef átt þessa rós í nokkur ár og hún hefur enn ekki náð að opna blóm. Hún komst nálægt því sumarið 2020, þá var hún með heilmikið af knúppum, en um það leiti sem þeir voru að byrja að springa út fór að rigna og þeir skemmdust allir. Ég hef því ekki enn fengið að njóta þess að sjá hana í fullum blóma, en mér skilst að það sé nokkuð stórkostleg sjón.


"Mjög harðgerð þyrnirós, sannkölluð drottning, alþakin blómum upp í tveggja metra hæð um miðjan júlí. Ilmar mikið. H.1.Ísl."

- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009



21 View

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page