top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa rugosa 'Guðbjörg'

Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)



'Guðbjörg' er íslenskur ígulrósarblendingur ræktuð af Jóhanni Pálssyni. Foreldrarnir eru 'Logafold' og Rosa kamtschatica. Þetta er að mínu mati alveg sérlega falleg og skemmtileg rós. Hún er mjög blaðfögur og fær ótrúlega flotta og sterka haustliti í öllum litaskalanum frá gulum og yfir í dökk vínrauðan. Knúpparnir eru dökkrauðir og blómin eru dökkrauð fyrst eftir að þau springa út, en verða svo fallega rauðbleik. Hún þroskar eldrauðar nýpur og um það leiti sem nýpurnar þroskast byrjar hún aðra blómgunarlotu, svo það eru bæði blóm og nýpur á plöntunni samtímis. Og svo koma haustlitirnir. Dásamleg rós, harðgerð og blómviljuð. Hún byrjar að blómstra í lok júní og stendur í blóma frameftir júlí. Hún tekur svo smá hlé áður en hún byrjar aðra blómgun í lok ágúst.

10 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page