top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa Floribunda 'Campfire'

Klasarós (Floribunda)



'Campfire' er kanadísk klasarós sem var ræktuð í Morden tilraunaræktunarstöðinni í Kanada. Hún er því mjög frostþolin, ekki síst miðað við flestar klasarósir. Hún blómstrar fylltum blómum sem eru gul með bleikum jöðrum þegar þau springa út, en guli liturinn fölnar með tímanum og verður kremhvítur. Ef lofthitinn er nægur breiðist bleiki liturinn út og blómin verða að mestu bleik, en þar sem það er yfirleitt það svalt hér þá verða þau frekar kremhvít eða fölbleik með bleikum jöðrum. Hún er mjög frostþolin og getur vel lifað úti undir suðurvegg.

9 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page