top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa 'Rhapsody in Blue'

Nútíma runnarós (Modern Shrub)




'Rhapsody in Blue' er nútíma runnarós með hálffylltum, fjólubláum blómum. Hún var ræktuð af Frank R. Cowlishaw í Bretlandi fyrir 1999. Hún er afkvæmi klifurrósarinnar 'Summer Wine' og ónefndrar fræplöntu sem var m.a. komin af 'Blue Moon', 'Violacea' og 'Montezuma'. Hún þarf skjólsælan og sólríkan vaxtarstað og vetrarskýlingu til þess að lifa utandyra og hefur vaxið ágætlega hjá mér í beði upp við húsvegg sem snýr í suð-austur, þar sem er sól mest allan daginn. Ég hef skýlt henni með akrýldúk á veturna og út maí. Veturinn í ár var mjög erfiður og mikið kal í mörgum plöntum og einhverjar rósir dauðar. Það á eftir að koma í ljós hvernig hún kemur undan þessum vetri, en hún er a.m.k. á lífi.


Hvernig hefur ykkur gengið að rækta þessa rós utandyra?

13 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page