top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa Hybrid Musk 'Buff Beauty'

Moskusrósablendingur (Hybrid Musk)




'Buff Beauty' er breskur moskusrósablendingur ræktuð af Bentall 1939. Blómin eru nokkuð stór miðað við aðra moskusrósablendinga sem ég hef prófað, svipuð að stærð og blóm klasarósa. Þau opnast aprikósugul og liturinn fölnar svo í kremgulan með smá ferskjubleikum blæ. Því miður er hún helst til viðkvæm til að vaxa hér utandyra, hún þarf vetrarskýlingu og mikið dekur ef takast á að kreista fram einhver blóm. Hún blómstraði dásamlega sumarið 2008, sem var algjörlega einstakt, en lítið þar fyrir utan, þó hún hafi tórt í nokkur ár. Hún nýtur sín því best í gróðurhúsi eða garðskála.

7 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page