top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa pimpinellifolia 'Aïcha'

Þyrnirósarblendingur (Hybrid spinosissima)



'Aïcha' er þyrnirósarblendingur með stórum, ilmandi, hálffylltum, gulum blómum. Hún er blendingur þyrnirósarinnar 'Guldtop' (frjógjafi) og terósarblendingsins 'Souvenir de Jacques Verschuren' (fræ). Hún var ræktuð af Petersen í Danmörku 1966 og flokkast því tæknilega séð ekki til antíkrósa, en ég hef valið að flokka alla þyrnirósablendingana saman hér á síðunni. Þetta er alveg sérstaklega falleg runnarós, sem getur orðið nokkuð hávaxin við góð skilyrði. Hún verður fallegust ef hún fær sól allan daginn, en þolir vel skugga part úr degi. Hún vex á helst til skuggsælum stað hjá mér og er mögulega hávaxnari fyrir vikið, því hún hefur þurft að teygja sig eftir sólinni. Hún fer að nálgast tvo metrana. En hún blómstrar vel fyrir því og kelur lítið.


23 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page