top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa 'Bonica'

Nútíma runnarós (Modern Shrub)



'Bonica' er yndislega falleg nútíma runnarós sem blómstrar bleikum blómum í stórum klösum. Blómin lýsast með aldrinum svo blómklasarnir eru í breytilegum litbrigðum af bleikum eftir því sem blómin springa út. Þau ilma lítið sem ekkert. Þessi rós var ræktuð af Marie-Louise Meilland og Jaques Mouchotte í Frakklandi árið 1981. Hún er afkvæmi af klifurrósablendingi (Rosa sempervirens x 'Mademoiselle Marthe Carron) og klasarósinni 'Picasso'. Hún verður ekki mjög hávaxin utandyra hér á landi, en í gróðurhúsi koma klifurrósagenin í ljós og getur hún orðið 1,5 m á hæð. Blómstönglarnir eru ekki sterkir og hún þarf klifurgrind. Utandyra þarf hún vetrarskýlingu og besta stað í garðinum. Hún blómstraði nokkuð árvisst hjá mér í gamla garðinum mínum, lifði flutninginn 2013 af, en blómstraði ekki aftur fyrr en 2017. Hún er þó enn hálf veikluleg og blómgunin hefur verið mjög takmörkuð.

14 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page