Rosa 'Empress Joséphine'
Gallica rós

'Empress Joséphine' er frönsk gallica rós ræktuð af Descemet fyrir 1815. Keisaraynjan verður þokkalega stór runni, um meter á hæð og blómstraði nokkuð vel hjá mér í góðum árum. Blómin eru ótrúlega falleg, mjög mikið fyllt, með sterkum ilmi, ljósbleik yst en dökknar eftir því sem nær dregur miðju. Krónublöðin eru mjög þunn, minna helst á silkipappír, sem gefur blóminu sitt fínlega yfirbragð, en þýðir því miður að blómin þola ekki rigningu. Svo eins falleg og hún er, þá er íslensk veðrátta ekki sérlega hentug fyrir hana.
16 Views