top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa pimpinellifolia 'Frühlingsduft'

Þyrnirósarblendingur (Hybrid Spinosissima)




'Frühlingsduft' er yndislega fallegur þyrnirósarblendingur með hálffylltum, ferskjubleikum blómum. Blómin roðna og verða bleikari eftir að þau eru fullútsprungin, síðan fölnar liturinn og verður nánast hvítur. Þessi rós blómstraði í fyrsta sinn 2020, það tók hana nokkur ár að byggja sig upp í blómgunarstærð. Hún hefur ekki kalið mikið hingað til og vonandi mun hún blómstra aftur næsta sumar.


Þessi rós var ræktuð af Kordes í Þýskalandi 1949. Hún er blendingur þyrnirósar (frjógjafi) og terósarblendingsins 'Joanna Hill'.

16 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page