Rosa x highdownensis
Hæðarós

Hæðarós er mjög stórvaxin runnarós sem getur náð 3 m hæð á skömmum tíma. Ég átti hana í gamla garðinum og hún óx ótrúlega hratt, ársvöxturinn eitt sumarið var örugglega 1,5 m. Hún blómstrar mjög fallega bleikum, einföldum blómum í júlí - ágúst og þroskar appelsínurauðar nýpur. Hún var komin langt upp fyrir skjólvegginn sem hún óx við og kól aðeins í endana, en blómstraði vel fyrir því.
35 Views
Já, þetta er planta sem kom upp af fræi af meyjarrós í Highdown garði í Bretlandi 1928 og var nefnd eftir garðinum. Heitið er ýmist ritað Rosa x highdownensis, eða 'Highdownensis'.