top of page

Rósir

Public·1 member

Rósin 'Champlain'


Rósin 'Champlain' flokkast sem nútíma runnarós. Hún er Kordesii blendingur sem tilheyrir kanadísku Explorer-seríunni. Hún reyndist mjög vel hjá mér í gamla garðinum, blómstraði mikið og kól frekar lítið. Hún blómstrar stanslaust frá því hún byrjar seinni part júlí og fram í frost. Blómin eru hálffyllt, dökkrauð og mjög fagurlega löguð. Ilmurinn er frekar daufur.

Hún er ekki alveg búin að ná sér á strik eftir flutninginn, náði að kreist aút eitt blóm 2017, en var komin undir aðrar rósir í rósabeðinu í fyrra, svo ég þarf að bjarga henni á betri stað.


Kordesii blendingar eru afkvæmi R. kordesii og annarra rósa. R. kordesii kom upp af fræi af rósinni 'Max Graf' hjá rósaræktandanum Kordes í Þýskalandi 1941. Hún hafði sérstaka eiginleika sem nýttust vel í rósakynbætur og er því foreldri margra garðrósa. Svejda í Kanada nýtti hana sem foreldri í einhverjum af Explorer rósunum, þeirra á meðal 'Champlain'.

48 Views
Rannveig
Rannveig
í fyrradag

Flott mynd Magga! Hún er svakalega falleg.

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page