top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa 'Penny Lane'

Nútíma klifurrós (Modern Climber)



'Penny Lane' er óskaplega falleg rós, sem er flokkuð sem nútíma klifurrós, en nær ekki þeirri hæð hérlendis til að geta talist sem klifurrós. Hún er frekar viðkvæm, þarf vetrarskýli og kelur nokkuð, svo hún verður ekki mjög há í loftinu. Hún þarf mjög sólríkan og skjólsælan vaxtarstað og nær þá að blómstra þokkalega. Þessi rós var ræktuð af Harkness í Bretlandi 1998 og er afkvæmi floribunda klasarósarinnar 'Ann Harkness' og klifurrósarinnar 'New Dawn'.


Þessi rós óx í gamla garðinum mínum í ca. sex ár og blómstraði yfirleitt eitthvað. Ég flutti hana með mér, en ég hafði ekki nógu góðan stað fyrir hana í nýja garðinum, svo hún gafst upp.


Hvernig hefur hún reynst hjá ykkur?

7 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page