top of page

Rósir

Public·1 member

Pöntunarlisti Rósaklúbbsins 2018


Hvað segið þið um rósapöntunarlistann - ætlar einhver að panta?


Ég er í miklum vanda stödd - það eru svo margar rósir sem mig langar að prófa.


Ég er alveg ákveðin að panta:

'Peter Boyd'

'Prairie Magic'


Svo er vandinn að velja á milli þessara:

'Absolutely Fabulous' (Julia Child) - mér finnst nafnið á þessari svolítið heillandi, fyrir utan hvað hún er falleg. Zone 5b


'Blanche de Belgique' - fannst þessi áhugaverð því hún er sögð zone 3b, en svo fletti ég upp 'Maiden's Blush' og 'Alba Maxima' og þær eru það líka. Svo ég er ekki viss með hana, svo margt annað sem mig langar í.


'Kordes Robusta' - þessi á að vera zone 4b, mér finnst hún svolítið heillandi, en hrædd um að hún þyrfti að vera sunnan megin þar sem plássið er takmarkað. Svo á ég 'Champlain' (vonandi) og hún er zone 4a.


'Mon Amie Claire' - síblómstrandi þyrnirósarblendingur. Hún er sögð zone 4 (-34°C), blómin eiga að vera regnþolin og mikið ilmandi. Þetta hljómar allt saman afskaplega vel.


'Sachalin' - ígulrósarblendingur, blómin eru heillandi formfögur og falleg á litinn. En hún er sögð zone 6 (-24°C), sem vekur efasemdir um að hún gæti gert eitthvað á norðurhliðinni. Hún þarf líklegast gott skjól.


'Brenda Colvin' - klifurrós(flækjurós), spurning hvað hún getur gert hér. Reynsla Vilhjálms er athyglisverð og vekur löngun til að prófa. Hún er zone 6 (-24°C). Svo hún er líklegast að keppa um pláss sunnan megin. ('Maigold' er sögð zone 5-6 eftir heimildum, hún hefur reynst vel hjá mér, en þarf að vera við suðurvegginn). Hún lifði í geymslubeðinu hinu megin, en blómstraði ekki.


'Paul's Scarlet Climber' - klifurrós (flækjurós), sögð zone 6b. 'Flammentanz' er zone 5 og þarf suðurvegginn, svo það sama gildir örugglega um þessa. Líklegt að hún verði settleg beðrós hér.


'Graham Thomas' - ég er að spá hvort ég eigi að gefa Austin rósunum annan séns. Hef verið mjög óheppin með þær sem ég hef prófað. Þessi er zone 5b eins og 'Absolutely Fabulous' og gul eins og hún.


'Jude the Obscure' - önnur Austin rós, þessi er meira út í ferskjubleikt. Líka zone 5b.


'Kew Gardens' - Austin rós og moskusrósarblendingur. Zone 5. Mér finnst eitthvað heillandi við þessa rós.


'Princess Alexandra of Kent' - Austin rós sem á að vera zone 4. Á að ilma mikið og blómliturinn er æðislegur. Minnir mig á 'Aloha' sem ég átti í gamla garðinum og átti mjög erfitt uppdráttar.


'Sceptre'd Isle' - Austin rós sem á líka að vera zone 4. Og sögð þola kulda og regn. Það er kostur.


'Olds College' - Kanadísk rós sem á að vera zone 3. Mjög freistandi.


Semsagt mikill valkvíði í gangi hér.




123 Views
Rannveig
Rannveig
09. Juni

Ég reikna fastlega með því að hún þurfi gott skjól. Ég ætla minni stað í dekurrósabeðinu. Harðgerðiskvarðinn ameríski segir samt ekki allt. Skv. Helpmefind er Duftwolke z7, z6 á annarri síðu. Þrátt fyrir það hefur hún gert góða hluti hjá mér á góðum stað.

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page