top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa 'Fritz Nobis'

Nútíma runnarós (Modern Shrub)



'Fritz Nobis' er þýsk nútíma runnarós sem var ræktuð af Wilhelm J. H. Kordes II 1940. Hún er afkvæmi terósablendingsins 'Joanna Hill' og eplarósablendingsins 'Magnifica'. Hún er einblómstrandi og blómstrar á eldri greinar svo það þarf að skýla henni til að fá blóm, því henni hættir við kali. Hún þarf því að vaxa á sólríkum, skjólgóðum stað. Blómin eru fyllt, mjög fallega bleik með smá ferskjulitum blæ í miðjunni. Þau fölna með aldrinum, svo það koma mjög falleg blæbrigði í plöntuna á meðan hún stendur í blóma. Ofboðslega falleg rós, en er því miður ekki áreiðanlega harðgerð hér.




7 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page