top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa helenae 'Hybrida'



'Hybrida' er fræplanta af hunangsrós sem ræktuð var af danska rósaframleiðandanum Petersen einhverntíma fyrir árið 1972. Þetta er kröftug flækjurós, sem sögð er geta orðið 7 m á hæð og 6 m á breidd, en hún verður líklega ekki mikið meira en 2-3 m hér. Hún er ekki mjög harðgerð og þarf virkilega góð vaxtarskilyrði til að vaxa vel og blómstra, helst við suðurvegg. Hún vex við háan vegg hjá mér sem snýr í suðaustur og hefur vaxið vel, en blómgunin er nokkuð háð veðurskilyrðum. Hún blómstraði vel 2018 og 2020, en lítið sumarið 2019, sem væntanlega var vegna þess hversu lélegt sumarið 2018 var. Ég hef skýlt beðinu sem hún vex í með akrýldúk frá janúar - febrúar og fram í maí, en hún er orðin svo hávaxin að hæstu greinarnar standa uppúr og hafa þó ekki orðið fyrir miklum skakkaföllum.

7 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page