top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa 'Hippolyte'

Gallica rós



'Hippolyte' er afskaplega fögur gallica rós sem ræktuð var af Parmentier í Belgíu fyrir 1842. Hún telst því til antíkrósa. Hún blómstrar frekar smáum, þéttfylltum blómum sem opnast purpurarauð og verða dökk fjólublá með aldrinum. Eins og aðrar gallica rósir, blómstrar hún á greinar frá fyrri árum, svo það ætti bara að klippa burt kal til að fá sem mesta blómgun. Mikið kal getur því komið niður á blómguninni. Henni hættir við kali og því er mikilvægt að hún fái mjög skjólgóðan stað og jafnvel létt vetrarskýli úr striga ef það næðir of mikið um hana. Hún þarf sólríkan stað til að blómstra og vex best í frjóum, lífefnaríkum, vel framræstum, hæfilega rökum jarðvegi.

8 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page