top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa foetida 'Bicolor'

Gullrós



'Bicolor' er sport af gullrós, R. foetida, sem þýðir að það er sjálfsprottin stökkbreyting sem hefur svo verið fjölgað. Þetta er ótrúlega falleg rós, ég man ekki eftir annarri rós, sem vex hérlendis, sem hefur svipaðan blómlit. Því miður þá eru aðstæður hér ekki hennar kjöraðstæður, því henni líður best í hita og sól. Köld rigningasumur eru því ekki líkleg til að gefa mikla blómgun, enda getur hún verið treg til að blómstra. Hún er líka mjög plöguð af "black spot". En þegar hún blómstrar .... þvílík fegurð. 😍 Hún þarf frekar skjólgóðan stað.

8 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page