top of page

Rósir

Public·1 member

Mosarósin 'Cristata'


'Cristata' heitir öðru nafni 'Châpeau de Napoléon' sem þýðir hattur Napoleons og vísar í lögun knúppanna áður en þeir springa út. Þetta er eina mosarósin sem ég hef prófað. Hún er sport af rósinni 'Centifolia' sem er ekki mosarós heldur Centifoliarós eins og nafnið bendir til. Sport er sjálfsprottin stökkbreyting í plöntu sem er nokkuð algeng hjá rósum og mörg rósayrki hafa orðið þannig til. Þá vex upp grein með aðra eiginleika en restin af plöntunni og ef stökkbreytingin þykir efnileg, er hinn sportlegi greinarbútur græddur á rót og ræktaður þannig áfram sem nýtt yrki. Það er líka nokkuð algengt að þessi sportlegu yrki hverfi aftur til upprunans og komi fram með greinar sem eru eins og móðurplantan.


'Cristata' hefur renst nokkuð harðgerð hjá mér, þ.e.a.s. hún lifir og kelur ekki alveg niður. Það er yfirleitt eitthvað kal, en þó er oftast nógu mikið eftir af eldri greinum til að þær beri blóm. Blómin hafa aftur á mót sjaldan náð að springa út. Bæði er að hún blómstrar seint og þyrfti líklega sólríkari stað hjá mér og vorskýlingu til að komast fyrr af stað og svo hitt, að blómin þola illa rigningu og ná þ.a.l. sjaldan að springa út í okkar votu sumrum. Þau eru ósköp hefðbundin antíkrósablóm, bleik, með nokkuð sterkum ilmi. Það mætti segja að knúpparnir séu aðal aðdráttarafl þessa yrkis.

11 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page