top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa xanthina

Glóðarrós



Glóðarrós er falleg runnarós sem blómstrar fölgulum blómum frá lokum júní og fram í júlí. Hún líkist nokkuð þyrnirósum í vaxtarlagi og laufgerð, en nýpurnar, ef þær þroskast eru dökk rauðar. Þessi fallega mynd er úr garðinum hans Kristleifs heitins Guðbjörnssonar þar sem hún kunni greinilega vel við sig. Hann skrifaði árið 2009:

"Mjög harðgerð blómsæl rós sem vill sendinn snauðan jarðveg. 1,5.m. á hæð. Ilmar fremur lítið, blóm um mánaðamót júní - júli. H.1.Ísl."

Semsagt, hún vex best við svipuð skilyrði og þyrnirósirnar, frekar vel framræstan, rýran jarðveg á sólríkum stað.


Ég átti glóðarrós í gamla garðinum sem náði sér einhvernveginn ekki á strik. Held hún hafi blómstrað einu sinni og óx hægt. Ég er líka komin með glóðarrós í nýja garðinn, það er ný planta sem er enn frekar lág í loftinu. Hún er ekki á neinum dekurstað, svo það á eftir að koma í ljós hvort hún sé nógu hörð af sér til að pluma sig þar. Annars þarf ég að finna betri stað fyrir hana.


11 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page