top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa 'Abraham Darby'

Nútíma runnarós (Modern Shrub - David Austin English Rose)


ree

'Abraham Darby' er stórkostlega falleg rós sem var ræktuð af David Austin í Bretlandi 1985. Hún tilheyrir því undirflokki nútíma runnarósa sem kenndur er við David Austin. Hún er afkvæmi víxlunar terósablendingsins 'Aloha' og floribunda klasarósarinnar 'Yellow Cushion'. Blómin eru stór, þéttfyllt í ferskjubleikum og bleikum litatónum. Þau eru viðkvæm fyrir rigningu og ljókka töluvert ef þau ná á annað borð að springa út. Hún er líka í viðkvæmari kanntinum og þarf virkilega gott skjól á sólríkum stað og gott vetrarskýli.


Hún varð því miður ekki langlíf hjá mér, þrátt fyrir vetrarskýli, lifði aðeins í tvo vetur. Hún er því líklega best geymd í gróðurhúsi, yfirbyggðum svölum eða álíka.


Hafið þið reynslu af þessari rós? Hvernig hefur hún þrifist hjá ykkur?

9 Views

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page