top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa rugosa 'F. J. Grootendorst'

Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)



'F. J. Grootendorst' er ein af nokkrum Grootendorst rósum, sem eru stundum kallaðar nellikurósir, því krónublöðin eru tennt eins og nellikublóm. Þetta er upphaflega rósin sem varð til með víxlfrjóvgun ígulrósar, Rosa rugosa 'Rubra' og klasarósarinnar (floribunda) 'Madame Norbert Levavasseur'. Hinar þrjár eru sport (stökkbreyting), 'Grootendorst Pink' og 'Grootendorst Supreme' eru sport af þessari og 'Grootendorst White' er sport af þeirri bleiku. Þetta er ákaflega falleg rós, sem blómstrar án afláts frá því hún byrjar í júlí og fram í frost. Hún blómstrar á nývöxt, svo kal skemmir ekki fyrir blómgun, en hún þarf sólríkan, skjólgóðan vaxtarstað til að blómstra vel. Hún kelur yfirleitt eitthvað, stundum mikið. Hún hefur ekki blómstrað síðan ég flutti 2013.

5 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page