top of page

Rósir

Public·1 member

Bjarmarós 'Celestial'



'Celestial' er í mestu uppáhaldi hjá mér af þeim bjarmarósum (Rosa alba) sem ég hef prófað. Blómin eru hálffyllt og mikið ilmandi, ljósbleik. Ég átti hana í gamla garðinum, en hún lifði flutninginn ekki af. Hún óx í rósabeði sunnan við húsið og þreifst ágætlega þar. Hún er ekki eins harðgerð og 'Maiden's Blush' og 'Maxima', sem báðar þola skugga part úr degi (svo framarlega sem hann er ekki of mikill) og lifðu báðar af hremmingar flutningsins. Ég gróðursetti þær og aðrar antíkrósir í beðið meðfram veggnum hjá pallinum. Hann snýr í SV og ég taldi að það myndi duga þeim. En skugginn þar var of mikill svo þær eru komnar á nýjan stað og ná sér vonandi aftur á strik. 'Celestial' þarf góða sól og gott skjól, svo ég veit ekki hvort ég get búið henni nógu góðan stað í nýja garðinum.




32 Views
maggahauks
maggahauks
fyrir 4 dögum

Yndislega falleg rós 💖

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page