top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa rugosa 'Ritausma'

Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)



'Ritausma' er lettneskur ígulrósarblendingur sem Dz. Rieksta ræktaði 1963. Rósin barst til Strobel BKN í Þýskalandi frá Grasagarðinum í Leningrad, en engar upplýsingar um heiti eða ræktanda fylgdu með. Strobel markaðssetti hana svo undir heitinu 'Polareis' í Þýskalandi 1991. 'Polareis' var svo greind sem 'Ritausma' af bæði bandarískum og norskum sérfræðingum með því að bera saman plöntur sem uxu á sama stað. Heitið 'Polareis' ('Polar Ice') er meira notað í Bandaríkjunum, en 'Ritausma' í Eystrasalts- og Norðurlöndunum.

Þetta er stórkostlega falleg rós. Blómklasarnir eru stórir og þungir og það tekur hana nokkur ár að vaxa upp í hæfilega hæð til að bera þá vel. Hún blómstrar nánast látlaust frá byrjun júlí fram að frosti og blómin eru alveg þokkalega veðurþolin. Harðgerð og mjög blómsæl.

69 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page